Akstursþjónustan á tímum KOVID19
Grunnreglan er að ekki fari fleiri en 3 farþegar í stóru bílanna og þá einungis farþegar sem eru að ferðast saman. Einnig fylgjum við fyrirmælum frá skólum ef fleiri eru að ferðast saman. En í langflestum tilfellum er einn farþegi í bílunum hjá okkur á meðan þetta ástand varir.
Við höfum komið því á framfæri við þjónustukjarna og heimili að vera ekki að senda einstaklinga með kvef eða önnur einkenni og bílstjórar hafa fyrirmæli um að tilkynna það strax. Í öllum bílum er spritt og hanskar og bílarnir eru þrifnir daglega.
Við höfum einn bíl til að flytja veika farþega eða aðra sem þurfa að vera í sóttkví og þar eru allar varnir notaðar og bíllinn sótthreinsaður eftir notkun.