Hópferðir fyrir öll tilefni

Hópbílar byggja á yfir 25 ára reynslu við að þjónusta hvers kyns hópa. Við höfum séð um hópferðir fyrir nánast hvaða tilefni sem er. Þegar farið er í hópferð um Reykjavík og nágrenni eða út fyrir höfuðborgarsvæðið þá höfum við rútur sem henta hverju tilefni.

Við höfum öðlast mikla reynslu í því að þjónusta alla þá ólíku hópa sem til okkar leita. Á það jafnt við nemendur leikskóla í sveitaferð að vori, íþróttahópa í keppnisferðum um landið eða óvissu- og ævintýraferðir vinnustaðahópa.

Tilbúin til brottfarar

Hvort sem bóka þarf rútu fyrir knattspyrnulið á leið á Selfoss eða upp á Akranes, rútu fyrir skíðahóp til Akureyrar eða skólahóp í útskriftarferð þá leysum við málið. Við viljum að allir hafi gaman af því að ganga um borð í bílana okkar og bjóðum að sjálfsögðu gjaldfrjálsa nettengingu um borð. Allir okkar bílar eru yfirfarnir reglulega á þjónustuverkstæði okkar sem tryggir að þeir eru tilbúnir í hvaða ferð sem er, þegar þér hentar.

Við leysum málin

Ef til stendur að skipuleggja hópferð fyrir félagasamtök eða vinahóp, t.d. dagsferð um Snæfellsnes eða heimsókn í Húsafell, þá leggjum við okkur fram um að leysa málin með ykkur eins og kostur er.

Við höfum átt í góðu samstarfi við fjölda aðila til margra ára sem sérhæfa sig í því að skipuleggja hópefli fyrir starfsmannahópa eða hvataferðir fyrir fyrirtæki þar sem hvert smáatriði skiptir máli.