Við bjóðum upp á nýjar og nýlegar hópbifreiðar með öllum helstu þægindum og öryggi sem er mikilvægt þegar kemur að ferðalögum um Ísland. Þegar þú finnur fyrir öryggi líður þér vel – þegar þér líður vel nýturðu ferðalagsins betur.

Góða ferð!

Fréttir

Nýr samningur Hagvagna og Strætó

by | ágú 20, 2024 | Fréttir | 0 Comments

Nýlega var stigið stórt skref í átt að kolefnislausum flota strætisvagna árið 2030 þegar nýr samningur var undirritaður við Hagvagna um akstur ákveðinna akstursleiða...

Tveir nýir Mercedes Sprinter

by | júl 30, 2024 | Fréttir | 0 Comments

Nýlega bættust tveir glæsilegir Mercedes Sprinter í bílaflota Hópbíla. Bílarnir fá innanhúss númerin 117 og 118.

Nýtt fréttabréf komið út

by | júl 17, 2024 | Fréttir | 0 Comments

Nýtt Fréttabréf Hópbíla og Hagvagna er komið á vefinn. Þú finnur það undir þræðinum fréttabréf hér á vefnum. Þar finnur þú líka önnur fréttabréf sem komið hafa...

Akstursþjónusta Hafnarfjarðar hættir hjá Hópbílum 1. júlí

by | jún 27, 2024 | Fréttir | 0 Comments

Þann 1. júlí næstkomandi hætta Hópbílar að sinna Akstursþjónustu aldraðra og fatlaðra í Hafnarfirði. Sveitarfélagið hefur samið við annan aðila um að taka við þessari...

Nýtt fréttabréf Hópbíla og Hagvagna

by | jún 18, 2024 | Fréttir | 0 Comments

Nýtt fréttabréf Hópbíla og Hagvagna er komið út. Í fréttabréfinu má finna upplýsingar um frammistöðusamtöl verkefnastjóra með bílstjórum, upplýsingar um aksturshegðun...

Nýr VDL bætist í flotann

by | maí 28, 2024 | Fréttir | 0 Comments

Glæsilegur 52 sæta VDL Futura bíll bættist í Hópbílaflotann í dag. Bíllinn er kraftmikill, þægilegur, nútímalegur og búinn helstu þægindum og fær innra númerið 116 hjá...

Fréttabréf Hópbíla og Hagvagna maí 2024

by | maí 22, 2024 | Fréttir | 0 Comments

Nýtt fréttabréf Hópbíla og Hagvagna er komið út. Þar kennir ýmissa grasa. Má þar nefna frétt af útboði á akstri fyrir Strætó, yfirlit yfir aksturshegðun í apríl og nýja...

Bílstjóra vantar í akstur á Suðurnesjum

by | maí 7, 2024 | Fréttir | 0 Comments

Hópbílar leita að bílstjóra með aukin ökuréttindi til þess að aka fyrir fyrirtækið á Suðurnesjum. Leið 87 Akstur frá Voga-afleggjara inn í Voga og til baka. Í júní mun...

Sigurvegarar í ljósmyndasamkeppni Hópbíla

by | apr 30, 2024 | Fréttir | 0 Comments

Nýlega voru verðlaun afhent í ljósmyndasamkeppni bílstjóra Hópbíla 2023. Sigurvegari varð Guðmundur Jóhann Ingason og fast á hæla hans komu þau Sólveig Dögg...

Skráning á póstlista Hópbíla

HREINLÆTI í forgang

Hópbílar hafa ávallt lagt mikið upp úr hreinlæti í bílum sínum og hafa gefið út sérstaka vinnulýsingu um umhirðu bílanna. Félagið hefur lengi rekið sína eigin þvottastöð með sjálfvirkri þvottavél og miklar kröfur eru gerðar um þrif á bílum, bæði að utan og innan. Í lengri ferðum sjá bílstjórar um dagleg þrif eins og aðstæður leyfa.

Bílarnir okkar

Hópbílar hf. hafa ætíð lagt mikla áherslu á að bjóða upp á nýjar og nýlegar rútur, því getum við með stolti sagt að meðalaldur okkar rúta er ekki nema um 6 ár.
Í boði eru ýmsar stærðir og gerðir rúta frá 16 og upp í 63 sæta. Rúturnar eru sérlega vel útbúnar með margskonar aukabúnaði, 
til dæmis fríu internet og fleira til að gera ferðalagið öruggt, þægilegt og ánægjulegt.

framtíðin ræðst af því sem gert er í dag!

Frá og með árinu 2020 munu Hópbílar, í samstarfi við Kolvið, kolefnisjafna rútubílaflota félagsins.

Við erum mjög meðvituð um umhverfisáhrif starfseminnar og það er einlæg stefna okkar að lágmarka þau áhrif og bæta stöðugt árangur í umhverfismálum.

Við erum mjög stolt að vera fyrst rútufyrirtækja að kolefnisjafna akstur rútuflotans okkar og leggja þannig okkar af mörkum í baráttunni gegn þeirri vá sem losun gróðurhúsalofttegunda er.

Við ferðumst með þér!

Takmark Hópbíla er að fólki líði vel í ferðunum og stór hluti þess er öryggi og sú frelsistilfinning sem fylgir því að vera öruggur á ferðum sínum. Hópbílar leitast við að veita þér bestu þjónustu á hagstæðasta verði sem mögulegt er.

öryggi í forgangi

Hópbílar er fyrirtæki sem umhugað er um öryggi og heilsu starfsmanna og farþega. Fyrirtækið er leiðandi á þessu sviði og býður upp á hæfa og vel þjálfaða bílstjóra og nýlegar rútur. Með því er stuðlað að öryggi og þægindum eins og best verður á kosið.