Ferðapantanir
Hægt er að sækja um ferð á forsíðunni.
Stakar ferðir – ferðir sem aka ekki reglulega.
Fastar ferðir – reglulegar ferðir sem fara fram á sama vikudegi og á sama tíma.
Hópferðir – þegar fleiri en einn farþegi ferðast saman á sama stað, á sama tíma.
Staðfesting er send á netfang þegar pöntun er afgreidd.
Gera má ráð fyrir sólahring í afgreiðslu pantana í umsóknarforminu eða í tölvupósti í pantanir@hopbilar.is.
Allar pantanir sem þurfa að afgreiðast innan sólarhings fara í gegnum síma 599 6084.
Afpantanir
Afpantanir eru gerðar undir „Mínum síðum“, vefaðgangi sem allir farþegar geta skráð sig inn á. Á Mínum síðum er yfirlit yfir allar bókaðar ferðir og hægt að sjá staðsetningu bílsins 30 mínútum fyrir bókaðan tíma. (Ath: ekki er hægt að fylgjast með leigubílum.) Afpantanir verða að berast með tveggja tíma fyrirvara.
Ekki er mögulegt að tryggja að hægt sé að veita þjónustu vegna hópferða nema þær séu pantaðar með minnst sólahrings fyrirvara. Hópur telst vera 6 einstaklingar eða fleiri, en hver notandi greiðir eftir sem áður fyrir sig.