Greiðslufyrirkomulag

Farþegar greiða gjald fyrir Akstursþjónustu Hópbíla samkvæmt gjaldskrá þess sveitarfélags sem þeir eiga lögheimili.

  • Allir greiðsluseðlar vegna akstursþjónustunnar eru sendir rafrænt í heimabanka á tveggja mánaða fresti.
  • Ekki er sendur greiðsluseðill ef fjárhæð síðustu tveggja mánaða er lægri en sem nemur 1.000 krónum. Í þeim tilfellum eru sendir greiðsluseðlar tvisvar á ári í júní og desember.
  • Þeir sem sérstaklega óska eftir að fá senda greiðsluseðla heim í pósti geta pantað það með því að hringja í síma 599 6084 eða senda tölvupóst með beiðninni í netfangið pantanir@hopbilar.is.