Helstu reglur og þjónustusvæði

Helstu reglur

  • Farþegi er tilbúinn í anddyri brottfararstaðar 5 mínútum fyrir og 10 mínútum eftir pantaðan tíma (sækingatími).
  • Ef pantaður er mætingatími þarf farþegi að vera tilbúin í anddyri 40 mínútum fyrir komutíma. 
  • Þjónustan er frá anddyri og miðast aðstoð bílstjóra Akstursþjónustu Hópbíla við það.
  • Biðtími bíla er 3 mínútur innan biðtíma farþega, sem er 5 mínútum fyrir og 10 mínútum eftir pantaðan brottfarartíma.
  • Sé valin mætingartími þarf farþegi að vera tilbúinn 40 mínútum fyrir komutíma á áfangastað. 
  • Ekki er beðið á meðan farþegi sinnir erindi sínu.
  • Miðað er við að ferðatími milli staða sé svipaður og hjá almenningsvögnum.
  • Bílstjóra er ekki heimilt að sinna sendiferðum fyrir farþega.
  • Farþega sem ekið er til læknis er heimilt að hringja eftir akstri til baka að viðtali loknu enda hafi það ekki verið vitað fyrirfram hve viðtalið tæki langan tíma.
  • Farþega er heimilt að hafa með sér annan farþega. Fargjaldið gjaldfærist á skráðan farþega Akstursþjónustu Hópbíla.
  • Geti farþegi ekki ferðast einsamall, að mati sveitarfélags, skal aðstoðarmaður fylgja honum. Viðkomandi sveitarfélag greiðir laun og annan kostnað aðstoðarmanns. Fyrir aðstoðarmann er ekki greitt fargjald.
  • Börn undir 6 ára aldri í fylgd með fötluðum foreldrum greiða ekkert gjald.

Þjónustusvæði

Akstursvæðið miðast við allt höfuðborgarsvæðið að álverinu í Straumsvík í Hafnarfirði, Heiðmörk, Lækjarbotnum, Hafravatni, Gljúfrasteini í Mosfellsbæ og í Grundarhverfi á Kjalarnesi

Þjónustulýsing

Sameiginlegar reglur sveitafélaganna

Samkomulag sveitafélaganna