Mínar síður og SMS

Mínar síður

Mínar síður er vefþjónusta fyrir einstaklinga sem hafa rétt á Akstursþjónustu Hópbíla. Vefþjónustan veitir farþegum greiðan aðgang að upplýsingum um bókaðar ferðir og gerir þeim mögulegt að afbóka ferðir með tveggja klukkustunda fyrirvara.

Hægt er að opna vefþjónustuna í flestum tölvum og farsímum, nettenging þarf að vera til staðar. Til að sækja um aðgang að vefþjónustunni þarf að fylla út umsóknina hér

Innskráning
Þegar farið er á slóðina Mínar síður efst á síðunni opnast innskráningarsíðan.  Þar skráir notandi sig inn með tölvupóstfangi, lykilorði og smellir svo á “Log on“.

Skoða bókaðar ferðir
Þegar búið er að skrá sig inn birtast upplýsingar um ferðir dagsins og einnig er hægt að smella á “Ferðir síðar” til að skoða bókaðar ferðir næstu daga. Allar ferðir sem koma fram á yfirlitinu eru annað hvort með stöðuna “pöntuð” eða “afpöntuð”.

Afpanta ferðir
Í vefþjónustunni er hægt að afpanta ferðir með tveggja klukkustunda fyrirvara. Það er gert með því að smella á græna hnappinn „Pöntuð“ en þá opnast viðvörunargluggi þar sem aðgerðin er endalega samþykkt og ferðin er afpöntuð.

Hvar er bíllinn?
Hægt er að smella á ferð til að fá nánari upplýsingar um ferðina. Þar koma fram tímasetningar, brottfararstaður, áfangastaður ásamt götukorti. Mögulegt er að sjá hvar bíllinn er staddur 30 mínútum áður en hann kemur að sækja farþegann.

SMS þjónusta

Hægt er að óska eftir hjá þjónustuveri að fá sjálfvirka áminningu um bókaða ferð tveimur tímum fyrir brottför. Tímasetningar sem birtast er áætlaður tími sem getur breyst vegna umferðar eða annarra tafa sem kunna að koma upp.