Pant – Akstursþjónusta

Framundan eru breytingar á Akstursþjónustu fatlaðs fólks og aldraðra sem ekið hefur undir merkjum Strætó síðastliðin 5 og hálft ár. Um mánaðamótin mun þjónustan skipta um nafn, útlit og skipulag. Nýtt nafn er Pant akstur og heimasíðan verður pantakstur.is.  Pant akstur mun annast akstursþjónustu fatlaðs fólks og aldraðra íbúa Reykjavíkur, Garðabæjar, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness

Stjórn Pant aksturs er sett saman af fulltrúum Reykjavíkurborgar, Garðabæjar, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness. Erlendur Pálsson verður sviðstjóri þjónustunnar.

Samhliða þessum breytingum taka reglur um akstursþjónustuna breytingum.

Helstu breytingar þar eru:

  • Felld eru á brott ákvæði sem takmarka rétt á þjónustu, svo sem hjá þeim sem fá bílastyrk frá TR.
  • Ferðafjöldi er ekki takmarkaður
  • Opnunartími þjónustuvers verður frá kl. 9 – 16 á virkum dögum (var áður frá kl. 7 – 18).
  • Áfram verður opið frá kl. 10 – 14 um helgar og á frídögum.
  • Utan opnunartíma þjónustuvers er tekið við pöntun stakar ferðir og veitt neyðaraðstoð í gegnum síma milli kl. 7:00 og 9:00 og milli kl. 16:00 og 22:00 alla virka daga. Áfram verður tekið við pöntunum stakra ferða og veitt neyðaraðstoð í gegnum síma utan opnunartíma um helgar. 
  • Aksturstími er styttur lítillega og verður til miðnættis, (kl 24:00) í stað 1:00. Á föstudags- og laugardagskvöldum er áfram ekið til kl 1:00
  • Lengdur aksturstími er á stórhátíðardögum, verður nú til kl 24:00, nema aðfangadag og gamlársdag, þá er ekið til kl 22:00.
  • Sérstök stjórn akstursþjónustunnar hefur verið skipuð í stað samráðshóps félagsmálastjóra.
  • Notendur þjónustunnar verða efldir til aukins sjálfsstæðis og frekari virkni í notknum almenningssamgangna, samhliða akstursþjónustu.
  • Gjaldskrá tekur breytingum. Ferðir fatlaðs fólks sem pantaðar eru utan opnunartíma þjónustuvers eða samdægurs bera hærra gjald (fullt strætógjald) en þegar pantað er á opnunartíma eða með lengri fyrirvara.

Aðrar breytingar sem verða eru þessar helstar:

  • Beintenging verður við aksturskerfið  leigubílastöðvar.
  • Smáforrit (app) á að verða tilbúið til notkunar í október. Þar verður hægt að panta og afpanta ferðir og sjá yfirlit yfir ferðir. Strætó bs mun sjá um gerð fræðsluefnis vegna innleiðingar á notkun smáforritsins, og tryggja viðunandi aðlögunartíma vegna tæknilegra breytinga.

Allir notendur akstursþjónustu fatlaðs fólks munu fá bréf á næstu dögum, þar sem gerð verður grein fyrir fyrirhuguðum breytingum á þjónustunni.