Rútur

Bílarnir okkar

Hópbílar hf. hafa ætíð lagt mikla áherslu á að bjóða upp á nýja og nýlega  bíla og því getum við stolt sagt frá því að meðalaldur hópbifreiða hjá Hópbílum hf. er ekki nema um 6 ár. Við bjóðum upp á ýmsar stærðir og gerðir bíla. Rúturnar hafa allt frá 5 og upp í 71 sæti og má nefna Mercedes Benz Sprinter og ýmsar gerðir Renault bíla. Allir eiga bílarnir það sameiginlegt að vera nýir eða mjög nýlegir og eru sérlega vel útbúnir margskonar aukabúnaði ss. fríu interneti ofl. Allt til að gera ferðalagið öryggt og þægilegt.