Starfsmannastefna Hópbíla
Starfsmannastefna Hópbíla hf. byggir að hluta til á skráðum lögum, reglum og samningum um tengsl starfsmanna og vinnustaðar. Jafnframt mótast starfsmannastefnan af þeim gagnkvæmu væntingum sem fyrirtækið gerir til starfsmanna sinna og starfsmennirnir, á móti, til fyrirtækisins sem vinnustaðar.
- Lögð er áhersla á að ráða til starfa hæfasta starfsfólkið sem völ er á hverju sinn sem og áhugasamt starfsfólk með menntun og reynslu sem er best til þess fallið að uppfylla þarfir og óskir viðskiptavinanna.
- Gildandi kjarasamningum er fylgt og ákvæði þeirra túlkuð með hliðsjón af hagsmunum fyrirtækisins og starfsfólksins.
- Leitast er við að gefa starfsfólki tækifæri á starfsþróun með markvissri fræðslu og þjálfun.
- Stuðlað er að því að umhverfi og aðstæður tryggi öryggi og vellíðan starfsfólks við vinnu.
- Starfsfólk skal sinna störfum sínum af heiðarleika, vandvirkni og ábyrgð.