Framtíðin ræðst af því sem gert er í dag! Frá og með árinu 2020 munu Hópbílar, í samstarfi við Kolvið, kolefnisjafna rútubílaflota félagsins. Við erum mjög meðvituð um umhverfisáhrif starfseminnar og það er einlæg stefna okkar að lágmarka þau áhrif og bæta stöðugt árangur í umhverfismálum. Við erum mjög stolt að vera fyrst rútufyrirtækja að kolefnisjafna akstur rútuflotans okkar og leggja þannig okkar af mörkum í baráttunni gegn þeirri vá sem losun gróðurhúsalofttegunda er.
Hópbílar og Hagvagnar eru fyrirtæki sem með starfsemi sinni geta haft neikvæð áhrif á umhverfið og eru háð lögum og reglugerðum um umhverfismál.
Með þetta í huga nota Hópbílar og Hagvagnar umhverfisstjórnunarstaðalinn ISO 14001 sem leiðarvísi í allri sinni starfsemi.
Hópbílar og Hagvagnar hafa sett sér þau markmið að:
Endurskoða umhverfisstefnu fyrirtækjanna reglulega og vinna að stöðugum umbótum á umhverfisstjórnunarkerfi fyrirtækjanna.
Stuðla að mengunarvörnum með því að:

  • Vakta mikilvæga umhverfisþætti í starfsemi fyrirtækjanna.
  • Lágmarka og flokka úrgang sem fellur til hjá fyrirtækjunum
  • Draga úr mengandi útblæstri frá bílum fyrirtækjanna

Stuðla að sjálfbærri þróun með minni notkun hráefna, endurnýtingu og endurnotkun.
Velja birgja með hagsmuni umhverfisverndar að leiðarljósi.
Haga starfsemi fyrirtækjanna í samræmi við gildandi lög og reglur um umhverfismál sem og að fylgjast vel með breytingum á lögum og reglugerðum.
Efla umhverfisvitund starfsmanna með fræðslu og þjálfun og hvatningu til að framkvæma verk sín á umhverfisvænan hátt.
Sjá til þess að fyrirtækin uppfylli kröfur alþjóðlega umhverfisstjórnunarstaðalsins ISO 14001:2015.
Leggja áherslu á að starfsmenn og hagsmunaaðilar þekki umhverfisstefnuna og séu þátttakendur í að framfylgja henni.