Þann 1. júlí næstkomandi hætta Hópbílar að sinna Akstursþjónustu aldraðra og fatlaðra í Hafnarfirði.
Sveitarfélagið hefur samið við annan aðila um að taka við þessari þjónustu.

Síðustu daga hafa fjölmargir notendur þjónustunnar haft samband og hrósað bílstjórum okkar og þjónustufulltrúum fyrir framúrskarandi þjónustu.

Hópbílar þakka þeim fjölmörgu þjónustuþegum sem hafa nýtt sér þjónustu okkar fyrir ákaflega farsælt og gefandi samstarf mörg undanfarin ár.