Aksturstími

Þjónustutími aksturs er frá 06:30 – 24:00 alla daga nema aðfangadag, jóladag og gamlársdag þá er þjónustutíminn frá kl. 10:00 – 22:00

Þjónustuver

Opnunartími þjónustuvers Akstursþjónustunnar er mánudaga til föstudags frá kl. 8:00 – 16:00.
Þar er tekið á móti pöntunum eða breytingum á stökum ferðum. Sími þjónustuvers er 599-6084. Netfang þjónustuvers er pontun@hopbilar.is.

Þjónustuverið er lokað um helgar. Pantanir fyrir helgarakstur þurfa að berast fyrir kl. 16:00 á föstudegi. Utan opnunartíma þjónustuvers er neyðarnúmer (822-0080) opið til kl. 22:00. Þá er aðeins hægt að afpanta stakar ferðir eða panta ferðir frá heilsugæslu eða sjúkrastofnun
Þjónustuverið er lokað á jóladag, nýársdag, föstudaginn langa og páskadag.

Ferðir

Þjónustusvæði Akstursþjónustunnar nær yfir höfuðborgarsvæðið, frá Hafnarfirði til og með Kjalarnesi. Boðið er upp á ferðir í Leifstöð en önnur gjaldtaka er fyrir slíkar ferðir.

Að lágmarki þurfa að líða 30 mínútur á milli hverrar ferðar einstaklings, þ.e.a.s. ökutæki bíða ekki eftir farþega á áfangastað meðan farþegi sinnir erindum sínum.

Ferðaskilgreining

Ein ferð er skilgreind sem akstur milli tveggja staða, en ekki fram og til baka.

Þjónustan nær aðeins til hurðar, þ.e. bílstjóri sækir/fylgir ekki farþega nema að útidyrahurð og aðeins sé þess sérstaklega óskað.

Stakar ferðir – tilfallandi ferðir sem ekki eru farnar reglulega.

Fastar ferðir – reglulegar ferðir sem farnar eru á sama vikudegi og á sama tíma yfir lengra tímabil.

Hópferðir – þegar fleiri en einn farþegi ferðast saman á sama stað og á sama tíma. Pantanir þurfa að berast með minnst tveggja sólahringa fyrirvara. Hópur telst fjórir einstaklingar eða fleiri.

Ferðapantanir

Hægt er að panta ferðir á netfangið pontun@hopbilar.is og er þeim þá svarað innan tveggja klst. á opnunartíma þjónustuvers.

Panta þarf ferðir með minnst tveggja klst. fyrirvara í síma á opnunartíma þjónustuvers. Ferð sem pöntuð er um helgi eða eftir lokunartíma þjónustuvers getur því ekki hafist fyrr en kl. 9:00 daginn eftir/mánudegi. Ekki er hægt að panta ferðir um helgar nema þær ferðir sem farnar eru samdægurs.

Við pöntun ferðar skal koma fram nafn þess ferðast, brottfararstaður, tími brottfarar, áfangastaður og áætlaður komutími á áfangastað, sé um ferð til heilsugæslu eða til sambærilegs áfangastaðar.

Koma þarf fram við pöntun ef aukafarþegar eða fylgdar einstaklingar eru með í för.

Ekki er tekið á móti pöntunum á mörgum ferðum samtímis eða föstum ferðum í pöntunarsíma.

Ef setja þarf upp fleiri ferðir eða fastar ferðir er bent á netfangið pontun@hopbilar.is.

Afpöntun ferða

Afpöntun reglubundinna ferða skal vera með sem lengstum fyrirvara, helst daginn áður, en í undantekningartilvikum með tveggja klst. fyrirvara fyrir fyrirhugaða ferð. Að öðrum kosti telst hún með í uppgjöri.

Stórhátíðir

Þjónustuverið er lokað á jóladag, nýársdag, föstudaginn langa og páskadag. Beri aðfangadagur og/eða gamlársdagur upp á mánudag-föstudags er þjónustuverið opið frá 08:00-12:00. Allar pantanir fyrir ferðir sem farnar eru á aðfangadag, gamlársdag og nýársdag þurfa að hafa borist fyrir kl. 12:00 síðasta virka dag fyrir hátíðisdag. Allar pantanir fyrir ferðir sem farnar eru á föstudaginn langa og páskadag þurfa að hafa borist fyrir kl. 12:00 á miðvikudegi fyrir páska.

Farþegar

Farþegi skal vera tilbúinn til brottfarar allt að 10 mínútum fyrir áætlaðan brottfarartíma. Ef farþegi skilar sér ekki út 3 mínútum eftir áætlaðan brottfarartíma er ökutæki heimilt að yfirgefa brottfarastað án farþega. Falla þá aðrar ferðir niður sem farþegi á pantað samdægurs.

Farþega er óheimilt að hafa með sér meiri farangur/vörur en það sem hann getur borið með sér inn í einni ferð.

Akstursþjónusta fatlaðs fólks er sérhæfð þjónusta og þurfa notendur því að vera viðbúnir töfum eða breytingum á áætlun s.s. vegna færðar og umferðatafa á annatímum. Akstursþjónustan byggist á samnýtingu ökutækja þannig að fleiri en einn notandi ferðast að jafnaði saman.

Farþegar geta í undantekningartilfellum búist við að leigubifreið sé send eftir farþega ef öll ökutæki Akstursþjónustunnar eru upptekin. Slíkt getur hent á álagstímum.