Verklagsreglur vegna Covid-19

Hópbílar leggja mjög mikla áherslu á að fylgja til hins ítrasta öllum sóttvarnarreglum heilbrigðisyfirvalda í tengslum við COVID19 kórónuveirufaraldurinn.Með það í huga voru verklagsreglur okkar sem snúa að öllum bílstjórum endurskoðaðar og hertar þar sem við töldum að hægt væri að gera meira í tengslum við almennar sóttvarnir. Við höldum reglulega fundi með öllum okkar bílstjórum þar sem farið er rækilega yfir þessa þætti og þá tekur þjálfunarferli okkar allt mið af þeim hertu viðmiðunum sem tóku gildi hjá okkur með hliðsjón af COVID19. Bílstjórum okkar er gert að fara eftir þessum viðmiðunum í öllum ferðum og þeim er ekki heimilt, undir neinum kringumstæðum, að veita undanþágur frá þessum reglum.

Meðal þess sem í gildi er hjá okkur:

 • Bílstjórum er óheimilt að mæta til vinnu, finni þeir fyrir minnstu einkennum hósta, hita eða beinverkja
 • Grímuskylda er í öllum ferðum, bæði hjá bílstjórum og farþegum
 • Ávallt skal hafa spritt og sprittklúta til staðar í öllum bílum
 • Bílstjórum ber að þvo/spritta hendur vel og vandlega í upphafi og lok ferða og eins oft og þurfa þykir meðan á ferð stendur
 • Spritta skal helstu snertifleti í hvert sinn sem rúta er yfirgefin
 • Ekki skal nota tvær fremstu sætisraðir ef hægt er
 • Farþegar skulu aðeins ganga um afturhurð ef hún er til staðar
 • Aðeins bílstjóri og leiðsögumenn nota framhurð
 • Farþegar skulu skilja töskur eftir við lest og forðast samskipti við bílstjóra
 • Bílstjórar skulu nota hanska við fermingu og affermingu
 • Farþegar skulu dreifa sér um rútuna eins og hægt
 • Annað hvert sæti laust eins og kostur er

Ef upp kemur smit, eða ef grunur er um að smitaður einstaklingur hafi verið í ferð hjá okkur, skal strax haft samband við sóttvarnaryfirvöld og fylgja ráðum þeirra varðandi sýnatöku, sóttkví og/eða einangrun. Í slíkum tilfellum skal rúta ávallt sótthreinsuð hátt og lágt áður en ferð verður haldið áfram.