Verklagsreglur vegna Covid-19

Hópbílar leggja mjög mikla áherslu á að fylgja til hins ítrasta öllum sóttvarnarreglum heilbrigðisyfirvalda vegna Covid 19.
Með það í huga eru verklagsreglur okkar sem snúa að bílstjórum og farþegum endurskoðaðar reglulega í samræmi við breytingar á sóttvarnarreglum.
Við upplýsum bílstjóra okkar reglulega um stöðuna þar sem farið er rækilega yfir þessa þætti og þær breytingar sem snúa að starfi þeirra og farþegum. Bílstjórum okkar er gert að fara eftir þessum viðmiðunum í öllum ferðum.

Meðal þess sem í gildi er hjá okkur:

  • Bílstjórum er óheimilt að mæta til vinnu, finni þeir fyrir minnstu einkennum hósta, hita eða beinverkja
  • Grímuskylda er í öllum ferðum, bæði hjá bílstjórum og farþegum
  • Það er ekki á ábyrgð bílstjóra að skoða hvernig grímu viðskiptavinir bera svo lengi sem gríman hylur nef og munn
  • Bílstjórum er ekki ætlað að hafa afskipti af viðskiptavinum sem virða ekki fjarlægðarmörk eða taka af sér grímuna um borð í rútu
  • Viðskiptavinir eru ábyrgir fyrir eigin sóttvörnum
  • Börn fædd 2005 og síðar eru undanþegin grímuskyldu
  • Ávallt skal hafa spritt og sprittklúta til staðar í öllum bílum
  • Bílstjórum ber að þvo/spritta hendur vel og vandlega í upphafi og lok ferða og eins oft og þurfa þykir meðan á ferð stendur
  • Einstaklingum sem eru í sóttkví er óheimilt að ferðast með hópbifreiðum

Ef upp kemur smit, eða ef grunur er um að smitaður einstaklingur hafi verið í ferð hjá okkur, skal strax haft samband við sóttvarnaryfirvöld og fylgja ráðum þeirra varðandi sýnatöku, sóttkví og/eða einangrun. Í slíkum tilfellum skal rúta ávallt sótthreinsuð hátt og lágt áður en ferð verður haldið áfram.