Að aka langferðabifreið krefst nákvæmni og yfirvegunar ásamt því að bílstjórar stærri bíla þarf aukna félagslega meðvitund. Ólíkt flestum öðrum tegundum aksturs þurfa bílstjórar stærri bíla að sýna fulla einbeitingu að veginum en á sama tíma vera meðvitaðir um hvað er að gerast í vagninum þeirra.
Akstur stærri bifreiða getur verið mjög krefjandi starf. Bílstjórar verða fyrir utanaðkomandi áreiti í umferðinni, sérstaklega á háanna tíma hvers dags. Birtingarmyndin frá okkur séð er stundum sú að bílstjórar stærri bifreiða eigi oft skilið að fá „hárþurrkuræðuna“ að mati annarra bílstjóra í  umferðinni, einfaldlega af því að bíllinn sem þeir aka er stór og er „fyrir öðrum“. Þess vegna er jafnaðargeð einn stærsti kostur í fari hvers atvinnubílstjóra.
Ekki má gleyma því að það getur verið þakklátt starf að aka stærri bifreiðum. Bílstjórar í skóla- og frístundaakstri eiga í jákvæðum samskiptum við nemendur og skólastarfsfólk. Bílstjórar fá spurningar frá eðlislega forvitnum nemendum um starfið og bílana. Samskiptahæfni bílstjóra er því annar mikilvægur kostur í starfinu.
Ljóst er að með bættri aksturshegðun, forvörnum og ríkari árvekni bílstjóra höfum við tækifæri á að gera betur hvað tjón varðar. Rúðutjón eru stærsti kostnaðarvaldurinn í okkar akstri en annars eru helstu slys okkar bílstjóra þessi: a) ekið á kyrrstæðan bíl b) bakkað á c) aftanákeyrsla d) hurðun.