Nýlega voru verðlaun afhent í ljósmyndasamkeppni bílstjóra Hópbíla 2023.

Sigurvegari varð Guðmundur Jóhann Ingason og fast á hæla hans komu þau Sólveig Dögg Guðmundsdóttir og Gunnar Gunnarsson.

Mynd Guðmundar Jóhanns fylgir fréttinni.

Verðlaunahafar fengu viðurkenningarskjal og gjafabréf að launum.

Sigurmyndirnar voru birtar í nýlegu fréttabréfi sem finnst hér á vefnum.

Næstu daga hefst ný ljósmyndasamkeppni bílstjóra fyrir árið 2024.