Hópbílar, Hagvagnar og Hagvagnar þjónusta (verkstæðið okkar) leggja mikla áherslu á að vera til fyrirmyndar í umhverfis- og öryggismálum, og hafa lengi haft alþjóðlega umhverfis- og öryggisvottun skv. alþjóðastöðlunum ISO 14001 og 45001.

Í rekstri sem okkar er það mikil áskorun að lágmarka umhverfisáhrif starfseminnar en með virku umhverfisstjórnunarkerfi náum við að halda neikvæðum umhverfisáhrifum í lágmarki ásamt því að efla umhverfisvitund á vinnustöðvum okkar með reglulegri fræðslu.

Umhverfisskýrslan 2023 er komin á vefinn okkar. Þú smellir á „Fyrirtæki“ og finnur skýrsluna þar fyrir miðri síðu.